Um mig
Ég heiti Sebastían Þór Bjarkason, ég er 19 ára gamall og var fæddur 2001. Ég á heima í Hafnarfirði og hef alltaf átt heima þar. Ég fór í grunnskóla í Áslandskóla sem er staðsettur efst uppi í Hafnarfirði í Áslandinu. Svo fór ég beint í nám í Tækniskólann í Hafnarfirði, þar var ég tvær annir áður en ég var fluttur yfir í Tækniskólann í Reykjavík og þar kláraði ég almennu brautina og fór beint í grafíska miðlun. Ég fór í grafíska miðlun af því ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að föndra, hanna allskonar hluti og teikna líka rosalega mikið og það hefur komið sér vel fyrir mig í grafískri miðlun. Námið er búið að vera frábært og rosa gaman. Núna er mitt plan að útskrifast í grafískri miðlun og klára síðan strax stúdentinn. Svo ætla ég líklegast að fara í Listaháskólann um leið og ég klára framhaldsskólann. Mitt plan núna gæti samt breyst en ég ætla mér að klára stúdentinn. Ég mæli rosalega mikið með þessu námi ef þú hefur áhuga á svona, Tækniskólinn er rosalega góður skóli og mér hefur alltaf liðið rosalega vel þar. Kennararnir hafa reynst mér frábærlega og þakka ég þeim rosalega mikið fyrir alla hjálpina.